*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Erlent 13. maí 2013 16:41

Fyrsti skammtur neyðarlánsins kominn til Kýpur

Kýpur hefur fengið greidda út tvo milljarða evra af tíu milljarða neyðarláni.

Ritstjórn

Kýpur hefur fengið fyrsta skammt neyðarlánsins frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Lánið er alls um 10 milljarðar evra, en tveir milljarðar voru greiddir út í dag og þá á að bætast við milljarður fyrir 30. júní næstkomandi.

Í frétt BBC segir að fjármálaráðherrar evruríkjanna muni líklega samþykkja síðustu greiðslu af neyðarláninu til Grikklands og mun greiðslan að öllum líkindum nema 7,5 milljörðum evra.

Þá munu fjármálaráðherrarnir ræða stöðu Slóveníu, sem margir búast við því að sé að fara sömu leið og Grikkland og Kýpur og muni innan tíðar þurfa á fjárhagslegri aðstoð að halda.

Stikkorð: ESB Grikkland Kýpur Slóvenía