Nú eru 100 dagar liðnir frá stjórnarmyndun og þá er ástæða til þess að horfa til þess hvernig stjórnin hefur farið af stað. Fyrstu sporin segja mest um það á hvaða leið menn eru og hversu mjög þeim liggur á.

Skipta má helstu verkefnunum í tvennt. Annars vegar þau sem stjórnin sjálf hefur lagt mesta áherslu á: „skuldamál heimilanna“, ríkisfjármálin og verðmætasköpun atvinnulífsins. Hins vegar eru það margvísleg verkefni sem hún hefur meira fengið í arf, svo sem aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið (ESB), vandi Íbúðalánasjóðs, makríldeilan og fleira mætti til tína.

Skuldamál heimilanna eru sjálfsagt það mál, sem hefur mesta pólitíska vigt hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra, en hafi þeim verið hraustlega fylgt úr hlaði á sumarþingi þykir mörgum sem þar hafi minna gerst en heitið var fyrir kosningar. Stjórnarandstæðingar spyrja alls kyns neyðarlegra spurninga um hvernig á því standi að þremur mánuðum eftir kosningar þurfi forsætisráðherra að kalla saman tvo sérfræðingahópa um skuldamálin.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .