Mikið hefur verið rætt um hvað Donald Trump, nýr Bandaríkjaforseti hefur tekið sér fyrir hendur og mun taka sér fyrir hendur, eftir að hann var svarinn í embætti. Fjölmiðlaathygli hefur beinst talsvert að gagnrýni á fjölmiðla sem samkvæmt honum sjálfum og blaðamannafulltrúa Hvíta hússins hafa birt „falskar myndir“ af því hversu margir mættu á innsetningu nýs forseta. CNN tekur þó saman lista yfir hluti sem að Trump hefur beitt sér fyrir fyrstu 48 stundirnar sem forseti, sem gætu haft langtíma áhrif.

Hér verið stiklað á stóru á því helsta sem Trump hefur tekið sér fyrir hendur bæði hvað varðar innanríkis- og utanríkismál, síðan hann tók við embættinu, byggt á samantekt CNN.

Í fyrsta lagi hefur Trump, eðli málsins samkvæmt, tekið yfir stjórn ríkisvaldsins. Í öðru lagi hefur hann gefið út forsetatilskipun (e. executive order), og stefnir að því að endurkalla Obamacare, sem tryggði hluta Bandaríkjamanna heilbrigðisþjónustu. Einnig er nefnt í greininni að Trump hefur nú þegar hitt starfsmenn CIA og fengið kjarnorkukóða, líkt og aðrir forsetar Bandaríkjanna.

Hann talaði einnig við nokkra þjóðarleiðtoga, þar á meðal mexíkanska forsetann. Þeir hyggjast hittast formlega í lok janúar. Trump ræddi einnig við Justin Trudeu, forsætisráðherra Kanada, og þeir ræddu um efnahagssamband ríkjanna tveggja. Hann sagði að leiðtogar ríkjanna þriggja hygðust endurskoða NAFTA fríverslunarsamninginn.

Trump tilkynnti að fyrsti fundur hans við erlendan þjóðarleiðtoga, verði við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, næstkomandi föstudag. Hann hefur einnig gefið til kynna að undirbúningur á flutningum bandaríska sendiráðuneysins í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem skyldi hefjast brátt.