Kosningar fóru fram í Myanmar-sambandinu, sem áður hét Búrma í dag. Kosningarnar eru almennt taldar vera þær frjálsustu í landinu í ein 25 ár. BBC greinir frá.

Fjórðungar sætanna á þinginu er frátekinn fyrir herforingja Myanmar. Stjórnarandstöðuflokkur Aung San Suu Kyi sem barist hefur fyrir frelsi og lýðræði í landinu þurfti því að fá 66% atkvæða til að ná meirihluta. Að sögn Suu Kyi fékk flokkurinn hennar rúmlega það, en hún segir að flokkurinn hafi fengið 75% atkvæða, en staðfest úrslit munu þó ekki liggja fyrir í nokkra daga.

Landið hefur verið undir herforingjastjórn svo áratugum skiptir, en árið 2011 hóf ríkið lýðræðisumbætur.

Árið 1990 fékk Suu Kyi 81% sæta á þjóðþingi Myanmar, þá Búrma, en herforingjastjórin hafði þegar skipað hana í stofufangelsi þar sem hún fékk að dúsa í 15 ár, eða þangað til í nóvember 2010.