*

laugardagur, 24. ágúst 2019
Innlent 29. nóvember 2016 17:32

Fyrstu kaup á fyrstu íbúð

Helga Indriðadóttir, hjá Almenna lífeyrissjóðnum, fjallaði um fyrstu kaup á fyrstu fasteign á opnum fundi.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Almenni lífeyrissjóðurinn og Viðskiptablaðið héldu opinn fund þriðjudagskvöldið 22. nóvember kl. 20:00 undir yfirskriftinni Fyrstu skrefin að fyrstu fasteign.

Á fundinum var fjallað um ný lög um stuðning við kaup á fyrstu fasteign og önnur atriði sem koma sér vel fyrir ungt fólk sem vill eignast þak yfir höfuðið.

Fullt var út úr dyrum í stórum sal á Hótel Natura

Fundurinn var haldinn í þingsal Hótels Natura og var fullt út úr dyrum, en á fundinum töluðu þeir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, Eva Ósk Eggertsdóttir hjá Almenna lífeyrissjóðnum og Bjarni Ólafsson ritstjóri Viðskiptablaðsins.

Gunnar er höfundur bókarinnar Lífið er framundan og fjallaði um notkun séreignasparnaðar í íbúðarkaup, Eva Óska fjallaði um húsnæðissafn sjóðsins sem nýja leið fyrir ungt fólk til að safna upp í íbúð og Bjarni fjallaði um þróun fasteignaverðs.

Helga Indriðadóttir, hjá Almenna lífeyrissjóðnum, flutti einnig erindi undir yfirskriftinni: Ný leið fyrir ungt fólk til safna upp í íbúð, en hægt er að horfa á það hér að ofan.