„„Ég staðfesti að það hefur borist tilboð,“ segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnar Landsbankans. Frestur til að skila tilboðum í 67% eignahlut þrotabús Landsbankans og 10% hlut Glitnis í bresku matvörukeðjuna Iceland Foods rann út á miðnætti í gær.

Páll Benediktsson
Páll Benediktsson
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)

Páll, sem staddur var ásamt slitastjórn Landsbankans í nepjunni í London þegar VIðskiptablaðið ræddi við hann fyrir stundu, vildi hvorki tjá sig um það hvort um eitt eða fleiri tilboð sé að ræða né hvaða upphæðir sé um að ræða. Slitastjórnin er ekki stödd í London vegna tilboðsferlisins í Iceland Foods. Hún tók við störfum skilanefndarinnar

Bankarnir Merrill Lynch Bank of America og UBS hafa stýrt söluferlinu á hlutnum í versluninni. Næstu skref felast í því að bannkarnir og ráðgjafar hans fara yfir tilboðin áður en næstu skref verða ákveðin, þar á meðal við hvern verður rætt.

„Þetta er viðamikið mál sem þarf að skoða rækilega,“ segir Páll.

Breska dagblaðið Telegraph sagði á dögunum verðmiðann fyrir verslunina geta numið 1,8 milljörðum punda, jafnvirði um 350 milljarða króna. Þó væru nokkrir þeirra sem taldir voru áhugasamir um verslunina búnir að heltast úr lestinni og væru eftir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland Foods, ásamt bresku versluninni Morrisons. Þá taldi Telegraph að falli meirihlutaeign í Iceland Foods í Morrisons í skaut þá muni Walker selja hlut sinn og verslunin verða brotin upp og seld í einingum.

Slitastjórnin kynnir sér bú Landsbankans

Slitastjórn Landsbankans er ásamt Páli stödd úti í London. Hún mun þó ekki vera að fylgjast með tilboðsferlinu í Iceland Foods heldur til að kynna sér eignastöðu þrotabús Landsbankans ytra. Stjórnin tók við störfum skilanefndarinnar þegar hún fór frá um áramótin og vinnur nú að því að taka upp þráðinn þaðan sem frá var horfið.

Malcolm Walker
Malcolm Walker

Ekki liggur fyrir hvort Malcolm Walker, forstjóri og stofnandi Iceland Foods, hafi lagt fram tilboð í 77% hlut þrotabúa Landsbankans og Glitnis í verslunina.