Obama Bandaríkjaforseti sagði nýlega í viðtali að hann hafi unnið á lágmarkslaunum í fyrstu fjóru störfunum sínum, hann vann í ísbúð, sem húsamálari og vann sem þjónn. En Obama er ekki eini Bandaríkjaforseti sem lagði hart að sér í sínu fyrsta starfi.

1. Gerald Ford aðstoðaði í málningavörubúð stjúpföður síns og grillaði hamborgara á veitingastað þegar hann var í menntaskóla. Hann spilaði amerískan fótbolta að kappi og bauðst meira að segja að vinna sem atvinnumaður hjá Green Bay Packers og Detroit Lions. Hann hafnaði því hins vegar því hann ætlaði sér í lögfræði í Yale en hann þjálfaði fótboltalið Yale háskólans í þrjú ár þangað til hann komst inn í lagadeildina þar.

2. Ronald Reagan vann sem sundvörður í nokkur sumur í heimabæ sínum í Dixon í Illinois fylki á meðan hann var í menntaskóla og er sagður hafa bjargað 77 lífum. Þegar hann var kominn í háskóla fékk hann fótboltastyrk en vann einnig sem uppvaskari.

Ronald Reagan
Ronald Reagan

3. Herbert Hoover var frumkvöðull sem unglingur og stofnaði fyrirtæki með vinum sínum þar sem þeir gerðu við saumavélar. Eftir að hann hóf nám við Stanford árið 1891 bauð hann upp á þvottaþjónustu, bar út blöð og skipulagði tónleika. Hann seldi samnemanda sínum þvottaþjónustuna og útskrifaðist án skulda. Eftir útskrift fór svo ungi Hoover að vinna í kolanámu í 70 klukkutíma á viku.

4. Richard Nixon ólst upp í mikilli fátækt. Fjölskylda hans rak búð og bensínstöð í Whittier í Kaliforníu þar sem öll fjölskyldan hjálpaðist að en á hverjum degi þurfti ungi Nixon að fara til Los Angeles og kaupa matvæli sem þar voru til sölu til að selja í búðinni.

5. Lyndon Johnson að menntaskóla loknum árið 1924 átti Johnson týnda tímabilið í lífi sínu og keyrði um með vinum sínum í fimm ár víðsvegar um Bandaríkin og vann meðal annars hjá vegagerðinni.

6. Jimmy Carter ólst upp á bóndabæ þar sem fjölskylda hans ræktaði hnetur og vann hann hörðum höndum þar í sveit langt fram á fullorðinsárin.

7. Bill Clinton átti í erfiðleikum með að fjármagna nám sitt í Georgetown háskólanum en fékk í náminu vinnu að aðstoða á skrifstofu bandaríska þingsins við utanríkismál.

Bill Clinton
Bill Clinton
© european pressphoto agency (european pressphoto agency)

8. George H. W. Bush er af efnuðu fólki kominn en hann vildi sanna að hann gæti staðið á eigin fótum. Eftir útskrift frá Yale háskólanum flutti hann fjölskyldu sína til Texas og fékk vinnu á skrifstofu olíuverksmiðju vinar föður síns. Hann entist þó ekki lengi í þeirri vinnu og stofnaði fljótlega sitt eigið fyrirtæki ásamt vinum sínum sem seinna sameinaðist Zapata Petroleum og Bush varð forstjóri.

George H. W. Bush í kappræðunum árið 1992.
George H. W. Bush í kappræðunum árið 1992.