Fyrstu ThinkPad vélarnar með 3G mótaldi eru komnar á markað hér á landi. Með því að bæta við SIM korti geta notendur tengst netinu þar sem 3G er til staðar, segir í fréttatilkynningu.

„Vélarnar, sem nefnast T400 og T500, eru með Intel 64 bita tækni. Þá eru þær með svokallaða LED tækni og skjákort sem er hannað með orkusparnað í huga,“ segir Gísli Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Nýherja, í fréttatilkynningunni.

Ennfremur eru þær með 2GB Intel turbo minni sem hraðar lestri disksins í Vista stýrikerfinu. Einnig má nefna að þær eru með 9:50 klst rafhlöðuendingu. Heildar rafhlöðending getur því orðið næstum 11 klst.