Kjörstöðum lokaði núna klukkan 10 í kvöld og stuttu síðar voru fyrstu tölur alls staðar að af landinu birtar.

Sjálfstæðisflokkurinn varð stærstur, með 25,2 % atkvæða en þeir ásamt Miðflokknum, Framsóknarflokknum og Viðreisn hafa í heildina 58,62% atkvæða.

Vinstri grænir varð næstærst með 11,40% atkvæða en þeir ásamt Samfylkingu og Pírutum hlutu í heildina 27,94% atkvæða. Með Framsóknarflokknum, sem einnig stóð í stjórnarandstöðu á síðasta þingi var heildarfjöldi atkvæða þeirra 45,81%

Fylgi stærstu tveggja flokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, er í heildina 35,95%.

Niðurstaðan er sem hér segir en talin hafa verið 7909 atkvæði:

  • Sjálfstæðisflokkurinn hlaut í heildina 1.942 atkvæði eða 25,2%
  • Vinstrigrænir hlutu í heildina 902 atkvæði eða 11,7%
  • Samfylkingin hlaut í heildina 761 atkvæði eða 9,9%
  • Miðflokkurinn hlaut í heildina 1.063 atkvæði eða 13,44%
  • Framsóknarflokkurinn hlaut í heildina 1.413 atkvæði eða 18,3%
  • Píratar hlutu í heildina 547 atkvæði eða 7,1%
  • Viðreisn hlutu í heildina 218 atkvæði eða 2,8%
  • Flokkur fólksins hlaut í heildina 790 atkvæði eða 10,2%
  • Björt framtíð hlaut í heildina 58 atkvæði eða 0,8%