Fyrstu tölur úr öllum kjördæmum landsins nema Norðvesturkjördæmi gefa til kynna stórsigur Sjálfstæðisflokksins.

Þegar talin höfðu verið 54.679 af 246.515 atkvæðum mælist Sjálfstæðisflokkur 30% atkvæða og fengi flokkurinn samkvæmt því 20 þingmenn.

Næst flest atkvæði fær Vinstrihreyfingin grænt framboð með 17,1% og 12 þingmenn. Þar á eftir koma Píratar með 13,4% eða 9 þingmenn og þar svo Framsókn með 10,3% og 7 þingmenn. Viðreisn fær með 10% atkvæða og 7 þingmenn og  Björt Framtíð fær 7% atkvæða og fengi því 4 þingmenn og þar eftir kemur Samfylking með 6,5% atkvæða og 4 þingmenn.