Ísland er í tuttugasta sæti á lista Bloomberg yfir þau lönd þar sem nýsköpun er sterkust. Bloomberg Rankings skoðaði yfir 200 ríki og fullvalda svæði og raðaði þeim á lista. Tekið var mið af því hversu mikið rannsóknar- og þróunarstarf fer fram í landinu, framleiðni, fjölda hátæknifyrirtækja, menntunarsigi og því hversu stíft fólk sækist eftir einkaleyfum.

Bandaríkin eru í fyrsta sæti á nýsköpunarlistanum og S-Kórea í næsta sæti þar á eftir. Svo fylgja Þýskaland, Finnland og Svíþjóð þar á eftir.

Ísland ber af í rannsóknar- og þróunarvinnu, framleiðni og fjölda fræðimanna miðað við höfðatölu. Framleiðslugeta þykir hins vegar ekki upp á marga fiska hér á landi og er Ísland í 54. sæti í þeim flokki.

Skoða má listann á vefsíðu Bloomberg .