Leiðtogafundur helstu iðnríkja heims og áhrifamestu nýmarkaðsríkjanna í London hefst í dag.

Það segir meira en mörg orð um mikilvægi fundarins að tilefni hans hefur verið líkt við Alþjóðlegu peninga- og efnahagsmálaráðstefnuna sem haldin var í sömu borg árið 1933: Á ráðstefnunni reyndu fulltrúar 66 ríkja að koma sér saman um aðgerðir til þess að leysa kreppuna miklu.

Árangurinn var enginn og efnahagslegur og pólitískur glundroði skaut rótum í alþjóðahagkerfinu með skelfilegum afleiðingum.

Leiðtogar þeirra tuttugu ríkja sem eiga fulltrúa á ráðstefnunni eru sammála um mikilvægi hennar og stjórnmálaskýrendur telja að niðurstaðan muni ráða miklu um hvort ríkin snúi bökum saman í baráttunni við hina djúpstæðu fjármálakreppu og efnahagssamdráttinn henni samfara. Eðli kreppunnar er alþjóðlegt og því er sem aldrei fyrr þörf á samræmdum aðgerðum í leiðandi hagkerfum heimsins.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .