Yfirmenn fjármála hjá 20 stærstu hagkerfum heims, svokölluðum G20 ríkjum funda nú í Sao Paulo í Brasilíu eins og greint hefur verið frá.

Fréttavefur Bloomberg hefur það eftir Jim Flaherty, fjármálaráðherra Kanada, að á fundinum sé verið að ræða mögulegar frekari stýrivaxtalækkanir helstu seðlabanka heimsins í þeirri von að draga úr áhrifum lausafjárkreppnunnar.

Flaherty segir að mikið hafi verið rætt um á fundinum lækkun Englandsbanka á stýrivöxtum í vikunni.

Flaherty sagði þó sameiginlega ákvörðunartöku G20 ríkjanna um stýrivexti ólíklega.