*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Erlent 10. október 2015 11:38

G20 ríkin samþykkja aðgerðir gegn skattaundanskotum

Fjármálaráðherrar G20 ríkjanna samþykktu að styðja við aðgerðaáætlun OECD sem miðar að því að fækka skattaundanskotum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Nær aldargamlar reglur um skattlagningu hagnaðar í alþjóðaviðskiptum verða endurskoðaðar, ef marka má samþykkt fjármálaráðherra G20 ríkjanna. Samþykktinni er ætlað að koma í veg fyrir aðgerðir alþjóðlegra fyrirtækja til að lækka skattgreiðslur sínar, en slíkt er þekkt meðal fyrirtækja á borð við Starbucks og Google.

Það á þó eftir að koma í ljós hvort ríkin eigi eftir að láta kné fylgja kviði eða hvort þau muni skilja eftir göt í skattalöggjöf sem gerir stórum fyrirtækjum áfram kleift að komast hjá skattgreiðslum.

„Þetta eru viðbrögð fólks sem þolir ekki lengur að það haldi áfram að borga sinn skerf af sköttum, að það leggi sitt af mörkum til fjármálastöðugleika á meðan fyrirtæki, sérstaklega alþjóðleg, geta komist hjá greiðslu skatta," hefur Reuters eftir Pierre Moscovici, fulltrúa í Evrópunefnd um efnahagsmál.

Stikkorð: OECD G20 Skattar