Fjármálaráðherrar allra þeirra ríkja sem tilheyra hinum svokallaða G20 hópi sammæltust um að sniðugt væri að setja á svokallaðan lágmarksskatt (e. minimum taxation). Frá þessu er greint á vef Reuters .

Fjármálaráðherrar G20 ríkjanna eru nú staddir á fundi Japan þar sem stóra G20 ráðstefnan sem haldin verður í Osaka í Japan nálgast óðfluga. Ráðstefnan verður haldin þann 28. og 29. júní næstkomandi.

Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands tilkynnti í morgun að lágmarksskattur myndi þýða hærri skatttekjur fyrir öll ríkin og bætti við að honum verði komið á í G20 ríkjunum í náinni framtíð.

Lágmarksskattheimta (e. minimum taxation) þýðir að takmarkanir eru settar á þá skattafslætti sem þú getur fengið á ári. Skattgreiðendum er því gert að borga ákveðna lágmarksupphæð í skatt.

G-20 eru samtök sem samanstanda af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum 19 ríkja ásamt fulltrúm Evrópusambandsins. Samtökin eru umræðuvettvangur um málefni er varða hagkerfi heimsins.

Þau hagkerfi sem eiga aðild að G-20 eru:

  • Alþýðulýðveldið Kína
  • Argentína
  • Ástralía
  • Bandaríkin
  • Brasilía
  • Bretland
  • Evrópusambandið
  • Frakkland
  • Indland
  • Indónesía
  • Ítalía
  • Japan
  • Kanada
  • Mexíkó
  • Rússland
  • Sádí-Arabía
  • Suður-Afríka
  • Suður-Kórea
  • Tyrkland
  • Þýskaland