Líkurnar á því að Norðurlandaþjóðirnar komi saman sem ein heild á fundi 20 stærstu iðnríkja heims (G20) er afar litlar að mati Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar.

AP fréttastofan hefur eftir Borg í dag að Svíar hafi rætt málið við kollega sína í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Hins vegar sé óraunhæft að af þessu geti orðið.

„Það er ekki mikill vilji á meðan G20 ríkjanna að bæta í hópinn, hvað þá að bæta við ríki frá Evrópu,“ segir Borg en G20 er samansett af 19 stærstu iðnríkjum heims ásamt Evrópusambandinu.

Eins og áður hefur komið fram fór Jonas Gahr Störe fram á það við utanríkisráðherra Norðurlandanna að þeir sammæltust um fulltrúa til að koma fram fyrir hönd þjóðanna á fundi G20 ríkja en sameinuð Norðurlöndin yður líklega áttunda eða níunda stærsta hagkerfið á fundinum að sögn Aftenposten sem greindi frá málinu í gær.

Í frétt Aftenposten í gær var fjallað um Norðurlandaþjóðirnar fimm, Noreg, Svíþjóð, Danmörk, Finnland og Ísland. Í frétt AP í dag er hins vegar ekkert minnst á Ísland.