Hraði falls dollarsins gagnvart helstu myntum viðskiptalanda Bandaríkjanna gæti minnkað í kjölfar yfirlýsinga fjármálaráðherra og seðlabankastjóra sjö helstu iðnríkja heims. Fundur ríkjanna er haldinn í Washington núna um helgina, og lýsti forráðamenn yfir áhyggjum um gengisþróun dollarsins: Frá því að síðasta fundi okkar hafa orðið miklar sveiflur í gengi helstu gjaldmiðla. Við höfum áhyggjur af afleiðingum þess fyrir efnahags- og fjármálastöðugleika,” segir í yfirlýsingu fundarins.

Sérfræðingar hafa sagt að yfirlýsingar fundarsins séu jákvæðar í því tilliti að styðja við gengi dollarsins, en þó sé langur vegur á milli yfirlýsinga og raunverulegra aðgerða. Dollaravísitala Bloomberg mælir gengi gjaldmiðilsins gagnvart sex helstu viðskiptamyntum Bandaríkjanna. Vísitalan hefur lækkað um 6,4% það sem af er ári, en síðustu tvö ár á undan hefur árslækkun numið um 8,3%.