Leiðtogar G7 ríkjanna krefjast þess að Rússar hætti öllum tilraunum til þess að innlima Krímskagann. Þeir segja að ef Rússar grípi til slíkra ráða muni ríkin grípa til aðgerða, bæði eins sér og saman.

Yfirmaður þjóðaröryggismála í Úkraínu varar hins vegar við því að Rússar séu að auka vígbúnað sinn í Úkraínu. Hann segir að stjórnvöld í Rússlandi hafi ekki kvatt heim herlið sitt sem hefur verið staðsett nálægty austur- og suðurhluta landamæra Úkraínu.