*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 6. júlí 2017 18:10

Gadus selt til Steinsala

Icelandic Group hf. hefur gengið frá sölu á dótturfélagi sínu Gadus til Steinasala ehf. og hefur afhending félagsins farið fram til nýrra eigenda.

Ritstjórn
Húsakynni Gadus í Belgíu.
Aðsend mynd

Icelandic Group hf. hefur gengið frá sölu á dótturfélagi sínu Gadus til Steinasala ehf. og hefur afhending félagsins farið fram til nýrra eigenda. Aðilar höfðu áður tilkynnt um undirritun kaupsamnings í apríl síðastliðnum, eins og Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um. 

Að baki Steinasölum standa Sigurður Gísli Björnsson hjá Sæmarki-sjávarafurðum, Akur fjárfestingar, Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hjá Fishproducts Iceland ásamt öðrum íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.Allir stjórnendur hjá Gadus munu starfa áfram með nýjum eiganda, en heildarstarfsmannafjöldi félagsins er um 130 talsins að því er kemur fram í fréttatilkynningu

83 milljónir evra í tekjur

Gadus er framleiðslu-, sölu- og dreifingaraðili á ferskum sjávarafurðum í Belgíu og er fyrirtækið staðsett í Nieuwpoort. Helstu söluvörur félagsins eru þorskur og lax til smásölu- og heildsöluaðila í Belgíu. Tekjur Gadus námu ríflega 83 milljónum evra árið 2016 eða því sem jafngildir 8,7 milljörðum króna miðað við gengi dagsins í dag, en um 7.000 tonn af vörum fara árlega um verksmiðju félagsins. 

Markmið kaupanda er að efla sölu og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum í Belgíu og mið-Evrópu. Steinasalir vilja halda áfram að efla félagið ásamt því að tryggja hagsmuni íslensks sjávarútvegs við markaðssetningu á hágæða fiskafurðum á erlendum mörkuðum. Íslandsbanki var ráðgjafi Icelandic Group og Deloitte var ráðgjafi kaupanda.

Stikkorð: sjávarútvegur Gadus kaup Steinsalir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is