Landhelgisgæslan nýtur mest trausts allra stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Þetta sýnir ný könnun MMR. Traust til flestra stofnana sem könnunin náði til jókst nokkuð í nóvember í fyrra en hefur lækkað aftur og sögðust nú færri bera mikið traust til allra stofna sem könnunin náði til heldur en í nóvember 2012.

Landhelgisgæslan nýtur trausts 82% svarenda, en Ríkislögreglustjóri, sem kemur í öðru sæti, nýtur trausts 55,1%. Sérstakur saksóknari nýtur trausts 46,9% og svo kemur Hæstiréttur með 46,5%. Sú stofnun sem nýtur minnst trausts er Útlendingastofnun en einungis 23,4% sögðust treysta henni.

Könnunin var gerð dagana 26.-28. Nóvember 2013 og var heildarfjöldi svarenda 963 einstaklingar, 18 ára og eldri.