Á árunum 2008 til 2011 bárust 1.349 gæsluvarðhaldskröfur til héraðsdómstólanna í Reykjavík og á Reykjanesi en kröfunum var hafnað í aðeins 33 tilvikum. Þýðir það að kröfurnar voru teknar til greina í 97,2% tilvika. Tölurnar, sem fengnar eru frá Dómstólaráði, sýna að líkt og í beiðnum yfirvalda um heimildir til símhlerana eru dómstólar mjög tregir til að setja þeim stólinn fyrir dyrnar.

Þrátt fyrir að tölur liggi aðeins fyrir um þessa tvo dómstóla segja þær samt mjög mikið um ástandið, því þeir taka fyrir bróðurpartinn af gæsluvarðhaldskröfum. Á landinu öllu voru þessar kröfur alls 1.453 á tímabilinu og þar af tóku héraðsdómarnir í Reykjavík og á Reykjanesi fyrir 1.349 þeirra, eða um 93% krafna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.