VÍB eignastýringaþjónusta Íslandsbanka hélt í morgun fund í Hörpu um gjaldeyrishöftin og hvort það ætti að leyfa undanþágur frá þeim eða hvort allir ættu að sitja við sama borð. Vilhjálmur Þorsteinsson og Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestar ræddu þessi mál á fundinum en þeir hafa ólíkar skoðanir á málinu.

Heiðar segir að ekki sé réttlátt að veita aðilum sérmeðferð umfram aðra þegar kemur að gjaldeyrishöftunum og því sé ekki skynsamlegt að veita kröfuhöfum forgang svo hægt sé að greiða úr skuldum föllnu bankanna.

VB Sjónvarp ræddi við Heiðar.

Hér má sjá upptöku af fundinum í heild sinni.