Jónasi Sigurðssyni, eiganda fasteignafélagsins Þráins ehf., voru á árunum fyrir hrun seldar gjaldeyrisvarnir. Sjálfur segir hann svo frá að bankinn hafi haft samband við sig, sem þeir hafi sagt einn af helstu viðskiptavinum bankans, og greint honum frá því að þar sem hann hefði töluverða fjármuni í erlendum lánum væri honum ráðlagt að tryggja sig gegn gengissveiflum.

Að sögn Jónasar kom í ljós þegar á reyndi að afleiðurnar vörðu félagið ekki gegn gengissveiflum heldur tóku stöðu með krónunni. Reyndist tap hans því tvöfalt þegar upp var staðið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.