*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Erlent 2. febrúar 2017 18:20

Gæti brotið upp bankana

Donald Trump gæti kynnt Glass-Steagall lögin aftur til sögunnar. Hann mun funda með Jamie Dimon á föstudaginn.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Samkvæmt CNN mun Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase, funda með Donald Trump á morgun. Um er að ræða fyrsta fund þeirra, en líklegt er að þeir muni ræða um lagaramma fjármálafyrirtækja.

Trump hefur verið talsmaður athafnafrelsisins á Wall Street og er því spáð að hann muni reyna að afnema lög og reglur sem setja fjármálafyrirtækjum of miklar skorður.

Fyrir kosningarnar talaði hann þó einnig um að brjóta stærstu banka Bandaríkjanna upp, með því að kynna hin svokölluðu Glass-Steagall lög aftur til sögunnar.

Glass-Steagall lögin þvinga banka til þess að aðskilja rekstur viðskipta- og fjárfestingabankasviðanna. Lögin voru afnumin árið 1999 þegar Bill Clinton var við völd.

Repúblikanar á borð við John McCain og Demókratar á borð við Elizabeth Warren og Bernie Sanders hafa verið miklir stuðningsmenn Glass-Steagall.

Steve Bannon, einn af aðal ráðgjöfum Trump sem starfaði áður fyrir Goldman Sachs, hefur einnig talað fyrir því að aðskilja fjárfestinga- og viðskiptabanka. Hugmyndirnar gætu þó verið óvinsælli meðal Gary Cohn og Steven Mnuchin.

Stikkorð: Bandaríkin Bankar Trump Bandaríkin
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is