Danska húsnæðiskerfið og hugsanleg innleiðing þess hér á landi voru til umræðu á fundi Dansk-Íslenska viðskiptaráðsins í dag. Dönsku sérfræðingarnir Jesper Berg, forstjóri Nykredit og Jesper Rangvid, prófessor í fjármálahagfræði við CBS voru með framsögu á fundinum þar sem þeir kynntu kosti og galla danska kerfisins.

Afborgunarlaus lán hafa notið vinsælda í Danmörku frá árinu 2003. Slík lán hafa orðið til þess að dönsk heimili eru orðin mjög skuldsett. Á hinn bóginn geta lánin gert tekjulágum og námsmönnum kleift að komast á húsnæðismarkað. Þá geta þau nýst til þess að greiða niður önnur, dýrari lán eins og til dæmis neyslulán og bílalán.

VB sjónvarp tók Jesper Rangvid sem er sérfræðingur í danska húsnæðiskerfinu tali.