Slitastjórnir gömlu bankanna beittu mismunandi aðferðum á sínum tíma við að tilkynna þekktum erlendum kröfuhöfum um innlausn krafna í þrotabú bankanna. Kemur þetta fram í Morgunblaðinu í dag.

Mögulega röng innleiðing á Evróputilskipun um endurskipulagningu og slit lánastofnana gæti haft þær afleiðingar að 2,4 milljarðar króna féllu á þrotabú Kaupþings ef íslenskir dómstólar tækju til greina nýlegt ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins sem gert var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í máli Irish Bank Resolution Corporation Ltd. (IBRC) gegn Kaupþingi hf.

Í áliti EFTA-dómstólsins kemur fram að ósamræmi sé á milli texta ákvæðisins á íslensku og hinsvegar ákvæðisins á öðrum tungumálum.