Á kynningu Apple í höfuðstöðvum þess í Cupertino á morgun klukkan 10 á kyrrahafstíma, það er klukkan 17:00 á íslenskum tíma mun Tim Cook, forstjóri kynna 10 ára afmælisútgáfu iPhone símans.

Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá er hefur verið giskað á að nýi síminn muni vera dýrari en flestir símar hingað til, en erlendar vefsíður hafa talað um frá 1.000 dölum til 900 punda, sem gera um 106 til 126 þúsund íslenskra króna.

Einn helst vandi iPhone til frekari vaxtar er að mati greinenda að markaðir í Evrópu og Norður Ameríku hafa verið að mettast, en með nýjum dýrum tækninýjungum og tilheyrandi hærra verði vonast fyrirtækið til að notendur uppfæri síma sína.

FT fjallar um ýmsa þá tækni sem nýju símarnir eru taldir munu innihalda, eins og að þeir verði einn samfeldur skjár að framan með ávölum skjá á hliðunum, myndavélum sem geta greint andlit til að opna símann og jafnvel greint svipbrigði.