*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 27. nóvember 2013 11:31

Gæti maður náð 150 ára aldri?

Skuldbindingar lífeyrissjóðanna aukast með auknum lífslíkum fólks.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Það eru 40% líkur á að barn sem fæðist í dag geti náð 150 ára aldri. Þetta er mat James Vaupel mannfjöldafræðings. Fjallað var um þetta mat hans fyrir um tveimur árum í meðal annars í breska miðlinum Mail online.

Þessi spá verður síðan að umtalsefni í nýjasta tölublaðinu af Fjármálum, riti Fjármálaeftirlitsins sem birt var á vef FME í gær. Í ritinu er fjallað um að skuldbindingar lífeyrissjóðanna muni sífellt aukast í takt við aukna lífslíkur fólks. Í ritinu er greint frá því að meðalævilengd á Íslandi fyrir um 200 árum var aðeins 30-40 ár og hefur því tvöfaldast frá þeim tíma.

„Vísindalegar rannsóknir á öldrun og langlífi hafa aukist til muna og munu væntanlega skila auknum lífslíkum á næstu áratugum. Sumir vísindamenn hafa jafnvel komið fram með þá tilgátu að fyrsti einstaklingurinn til að ná 150 ára aldri sé þegar fæddur,“ segir í riti Fjármálaeftirlitsins. 

Stikkorð: Lífslíkur