Met verður líklega slegið fyrir dýrustu vefslóð sögunnar í vikunni þegar vefslóðin Holiday.com verður boðin upp á ferðaráðstefnunni World Travel Market sem hefst á morgun. Guardian greinir frá þessu.

Það er talið að vefslóðin gæti selst fyrir allt að tuttugu milljón punda eða tæpa fjóra milljarða íslenskra króna. Dýrasta vefslóð sögunnar samkvæmt Heimsmetabók Guinnes er sem stendur sex.com sem seld var árið 2010 fyrir þrettán milljónir bandaríkjadollara eða rúman 1,5 milljarð íslenskra króna.

Samkvæmt frétt Guardian um málið er eigandi vefslóðarinnar bandarískt fyrirtæki sem hefur ekki burði til að nýta sér möguleika hennar til fulls.