Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gærkvöldi að annar mögulegur galli hefði fundist í Boeing 737 Max vélunum sem kyrrsettar voru í mars síðastliðnum. Boeing hefur ekki gefið upp í hverju gallinn felst en samkvæmt frétt Reuters frá því í gær á hann að tengjast stýrikerfi vélarinnar.

Boeing 737 Max vélarnar voru kyrrsettar í mars síðastliðnum eftir annað mannskæða flugslys vélanna á einungis fimm mánuðum. Hafa rannsakendur flugslysanna einkum beint sjónum sínum að MCAS hugbúnaðinum í vélunum sem átti að koma í veg fyrir ofris en bæði slysin sem leiddu til kyrrsetningarinnar eru talinn hafa komið til vegna MCAS hugbúnaðarins.

Hér má sjá yfirlýsingu bandarískra flugmálayfirvalda: