Kjaradeilan í Straumsvík núna minnir á svipaða deilu sem varði í 20 mánuði eða frá september 1991 til mars 1993. Í nóvember 1992 samþykkti þing Alþýðusambands Íslands (ASÍ), einróma ályktun um að ekki yrði gengið frá neinum kjarasamningum aðildarfélaga sambandsins fyrr en búið væri að semja við álverið í Straumsvík.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að ef deilan núna dragist enn frekar á langinn komi að þeim tímapunkti að aðildarfélög ASÍ fari að skoða alvarlega með hvaða hætti þau geti veitt starfsmönnum ÍSAL stuðning. Þá er ekki verið að tala um aðgerðir gagnvart ÍSAL heldur annars staðar — samúðaraðgerðir. Það er því raunveruleg hætta á að því að deilan í Straumsvík teygi anga sína út í allt atvinnulífið.

Friðarskyldan sem nú er í gildi varðar frumdeilu en aðildarfélög ASÍ geta farið í samúðaraðgerðir hvenær sem er í deilu sem er lögmæt og deilan í Straumsvík er lögmæt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Stofnun fyrirtækisins Vikingr skeggvörur.
  • Aukin velta í raftækjaverslunum landsins.
  • Viðtal við forstjóra Eikar um skrifstofuhúsnæðismarkaðinn.
  • Nýjar áherslur í útgáfu Fréttatímans.
  • Umfjöllun um útrás tækni- og hugbúnaðarfyrirtækja.
  • Yfirtaka Íslandsbanka á Byr.
  • Álagning olíufélaganna meiri en á samráðsárunum.
  • Svipmynd af Ingibjörgu Ástu, markaðsstjóra Saga Medica.
  • Umfjöllun um Álfagarðinn í Hellisgerði.
  • Ítarlegt viðtal við Bertrand Kan sem leiddi hóp fjárfesta í hlutafjárútboði Símans.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Bjarta Framtíð.
  • Óðinn fjallar um eignarhald og rekstur fjölmiðla.