Intercontinental Exchange (ICE), sem meðal annars á New York Stock Exchange, tilkynnti í morgun að það væri að íhuga tilboð í kauphöllina í London, London Stock Exchange Group PLC.

Í síðustu viku tilkynnti kauphöllin í London og í Frankfurt (Deutsche Boerse) að þær höfðu hafið viðræður um mögulega sameiningu kauphallanna. Ef af sameiningu þeirra verður þá mun sameinuð kauphöll vera sú stærsta í Evrópu og vel samkeppnishæf við kauphallir í Bandaríkjunu. Mögulegt er þó að tilkynning ICE gæti truflað þær viðræður.

Hlutabréf í kauphöllinni í London hækkuðu um 7% við tilkynninguna, en samkvæmt yfirtökureglum í Bretlandi hefur ICE þar til 29. mars til að birta yfirtökutilboð eða falla frá því.