*

laugardagur, 19. september 2020
Erlent 13. september 2016 19:14

Gætu boðið 129 dali á hlut

Bayer AG ætlar ekki að gefast upp á yfirtöku Monsanto. Fyrirtækið mun líklegast bjóða 129 dali á hlut.

Ritstjórn
Bayer

Samkvæmt fréttaveitu Bloomberg, ætlar Bayer AG ekki að gefast upp á yfirtöku Monsanto co. Samkvæmt heimildum fréttaveitunnar, mun fyrirtækið því bjóða rúmlega 129 Bandaríkjadali á hlut, en seinasta tilboð nam 127,5 dölum á hlut.

Tilboðum þýska efna- og lyfjafyrirtækisins Bayer hefur hingað til öllum verið hafnað. Monsanto er einna frægast er fyrir framleiðslu á erfðabreyttum sáðkornum fyrir landbúnað. 

Sameinuð gætu fyrirtækin tvö halað inn tekjum sem hljóða upp á ríflega 67 milljarða Bandaríkjadala - eða um það bil 8 þúsund milljarða íslenskra króna. Félagið sem úr samrunanum yrði væri gífurstórt, og sæi um allt frá ræktun erfðabreyttra matvæla til framleiðslu og þróunar lyfja og skordýraeiturs.

Ef tilboðinu verður tekið verður þetta stærsta yfirtaka sögunnar þar sem greitt er fyrir hlutabréf með reiðufé. Stórir samrunar sem slíkir hringja ávallt viðvörunarbjöllum hjá samkeppniseftirlitum allflestra þjóða. 

Stikkorð: Monsanto Bayer AG