*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Innlent 1. desember 2017 18:38

Gætu framleitt 1,2 milljónir gullúnsa

Námufyrirtæki Elds Ólafssonar tókst að staðfesta að gullæðin heldur áfram í námu fyrirtækisins á suðurodda Grænlands.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Alopex Gold Inc., kanadískt námufyrirtæki í gullleit á Grænlandi sem Eldur Ólafsson stýrir, tilkynnir að rannsóknarvinna sumarsins á Nalunaq gullnámu fyrirtækisins, sem er á suðurodda Grænlands, gefi góðar væntingar á að hægt verði að framleiða 1,2 milljónir únsa úr námunni líkt og að hafi verið stefnt.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um á félagið gulleitarleyfi á stóru belti á Grænlandi sem gæti innihaldið gullforða að verðmæti 160 milljarða króna, en félagið á þrjú gulleitarleyfi í landinu.

Nú einbeitir félagið sér að því að hefja á nýjan leik gullframleiðslu úr Nalunaq gullnámunni, sem er í 100% eigu félagsins, en hún framleiddi um 350.000 únsur af gulli á árunum 2004, með meðalgildi upp á 15g í hverju tonni á aðeins 530 Bandaríkjadali hverja únsu.

Þar sem fjárfest hefur verið í námunni gríðarlegum fjármunum í innviði af fyrrum eigendum sem og því að náman hefur skilgreint framleiðsluleyfi stefnir félagið á að hefja framleiðslu árið 2019. Eldur Olafsson, forstjóri Alopex Gold að vinnuáætlunin fyrir sumarið 2017 hafi skilað þeim markmiðum sem stefnt var að í útboðsgögnum félagsins í júní 2017. „Ég er himinlifandi,“ segir Eldur.

„Þessar jákvæðu niðurstöður gera það að verkum að Alopex Gold getur skipulagt ítarlega boráætlun sumarið 2018 til að stækka núverandi gullauðlind og í kjölfarið stefna að hefja framleiðslu á nýjan leik árið 2019.

Hápunktar rannsóknarniðurstaðna fyrirtækisins eru:

  • Rannsóknarvinna ársins 2017 var hönnuð til að kanna frekar möguleikan á 1.2 milljón únsa sem sýnt hefur verið frammá að gæti verið til staðar, með framlengingu á aðalgullæð Nalunaq gullnámunnar umfram núverandi námusvæði.
  • Allir þættir rannsóknarinnar tókust, þar sem 14 yfirborðsborholur voru boraðar í Nalunaq, sýni tekin af fjallasigmönnum og 255 metrar af sýnitöku á fjórum svæðum í Tartoq leyfinu.
  • Kostnaður við rannsóknir sumarsins var lægri en áætlað var þrátt fyrir tímaþröng og tæknilegar áskoranir vegna staðsetningu fjögurra borhola í mikilli hæð og halla.
  • Niðurstöðurnar staðfesta framhald gullæðarinnar yfir fjallið og styrkir þá jarðfræðilegu túlkun að gullæðin gangi bæði upp og niður fyrir núverandi námusvæði, eins og tilgreint var í NI 43-101 skýrslunni sem og stækkar gullæðina mögulega niður í nærliggjandi dal.
  • Yfirborðssýni staðfesta að aðalæð námunnar kemur út úr berginu yfir allt fjallið;
  • Borholur fóru í gegnum sambærilega jarðfræði og eldri holur í Nalunaq námunni og þrjár borholur skiluðu gulli í sýnum, þar á meðal 0.38m með 19.75g/t oz og 0.45m með 3.69g/t oz;
  • Niðurstöðurnar auka vissu að mögulegar 1.2 milljónir únsa séu til staðar og væntingar eru til staðar að rannsóknaráætlun árið 2018 muni stækka til muna núverandi gull auðlind (263 Koz með 18.7 g/t únsur úr 446,900 t).