

Alopex Gold Inc., kanadískt námufyrirtæki í gullleit á Grænlandi sem Eldur Ólafsson stýrir, tilkynnir að rannsóknarvinna sumarsins á Nalunaq gullnámu fyrirtækisins, sem er á suðurodda Grænlands, gefi góðar væntingar á að hægt verði að framleiða 1,2 milljónir únsa úr námunni líkt og að hafi verið stefnt.
Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um á félagið gulleitarleyfi á stóru belti á Grænlandi sem gæti innihaldið gullforða að verðmæti 160 milljarða króna, en félagið á þrjú gulleitarleyfi í landinu.
Nú einbeitir félagið sér að því að hefja á nýjan leik gullframleiðslu úr Nalunaq gullnámunni, sem er í 100% eigu félagsins, en hún framleiddi um 350.000 únsur af gulli á árunum 2004, með meðalgildi upp á 15g í hverju tonni á aðeins 530 Bandaríkjadali hverja únsu.
Þar sem fjárfest hefur verið í námunni gríðarlegum fjármunum í innviði af fyrrum eigendum sem og því að náman hefur skilgreint framleiðsluleyfi stefnir félagið á að hefja framleiðslu árið 2019. Eldur Olafsson, forstjóri Alopex Gold að vinnuáætlunin fyrir sumarið 2017 hafi skilað þeim markmiðum sem stefnt var að í útboðsgögnum félagsins í júní 2017. „Ég er himinlifandi,“ segir Eldur.
„Þessar jákvæðu niðurstöður gera það að verkum að Alopex Gold getur skipulagt ítarlega boráætlun sumarið 2018 til að stækka núverandi gullauðlind og í kjölfarið stefna að hefja framleiðslu á nýjan leik árið 2019.