Þorsteinn Hjaltested skuldar skatta og hefur sýslumaðurinn í Kópavogi í tvígang farið fram á fjárnám hjá honum, að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þorsteinn var skattakóngur á Íslandi en hann greiddi rúmar 350 milljónir króna í skatta á árunum 2010 og 2011. Auður Þorsteins byggist á sölu á landi af jörðinni Vatnsenda. Hæstiréttur dæmdi hins vegar þann veg á föstudag að Þorsteinn er ekki  eigandi jarðarinnar heldur dánarbú Sigurðar Hjaltested, afa Þorsteins.

Deilur hafa staðið um jörðina í áratugi. Jón Auðunn Jónsson, skiptastjóri dánarbús Sigurðar, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag, að óvíst sé hversu miklar upphæðir séu inni í dánarbúinu og kunni svo fara að þar verði gripið í tómt.