Forsvarsmenn flugfélagsins Primera Air kunna að hafa bakað því tjón í að minnsta kosti tveimur tilvika, samkvæmt skýrslu skiptastjóra þrotabúsins. Þetta kemur fram í frétt Markaðarins í morgun.

Sem kunnugt er fór flugfélagið, sem var í eigu Andra Más Ingólfssonar, í gjaldþrot í októberbyrjun í fyrra, og lýstar kröfur í þrotabúið nema rúmum 10 milljörðum króna.

Nánar tiltekið segir í skýrslunni að reikningsskil félagsins séu til sérstakrar skoðunar, sem kunni að leiða til þess að þrotabúið sæki fjárkröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á þeim. Ráðgjafafyrirtækið Deloitte endurskoðaði félagið.