Werner Hoyer, bankastjóri Evrópska fjárfestingabankans (EIB), sagði í viðtali við Sueddeutsche Zeitung að bankinn væri að skoða riftingu á lánum sem bankinn veitti Volkswagen.

EIB veitti Volkswagen m.a. lán til þess að þróa og hanna umhverfisvænar bílvélar en um 1,8 milljarðar evra eru ennþá útistandandi af lánunum, eða um 255 milljarðar króna.

Werner Hoyer sagði að bankinn myndi fara í ítarlega rannsókn í hvað Volkswagen hefði nýtt lánið frá bankanum. Ef lánið hefði verið notað í annað en þróun umhverfisvænna bílvéla þá myndi bankinn skoða að rifta lánum til Volkswagen.

Sueddeutsche Zeitung greinir frá.