Jóhann Peter Andersen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, segir mögulegt að fiskimjölverksmiðjur fari í auknum mæli að brenna olíu til raforkuframleiðslu náist ekki hagstæðir samningar við Landsvirkjun. „Olíuverð er frekar lágt í dag og það getur komið sá skurðpunktur að verð á rafmagni fari upp fyrir verð á olíu,“ segir hann.

Um seinustu áramót hafi verð á rafmagni, sem fiskimjölsverksmiðjum stóð til boða, verið hærra en verð á olíu. Samningar hafi hins vegar tekist um lækkun á raforkuverðinu, en þeir samningar renna út í lok júní. „Við erum í viðræðum við Landsvirkjun núna um nýtt verð,“ segir Jóhann.

Ekki náðist í forsvarsmenn Landsvirkjunar við vinnslu fréttarinnar.