Alþjóðlegir kröfuhafar þurfa líklega að koma Grikkjum til bjargar á nýjan leik snemma á næsta ári. Þetta er fullyrt í þýska vikublaðinu Der Spiegel sem kom út um síðustu helgi. Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa tvívegis þurft að rétta Grikkjum hjálparhönd en heildarlán til landsins nema 240 milljörðum evra, jafnvirði næstum 40 þúsund milljarða íslenskra króna.

Í blaðinu segir m.a. að fulltrúar þýska seðlabankans hafi komið þeim skilaboðum til þýska fjármálaráðuneytisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að ríkisstjórn Grikkklands hafi ekki staðið sig vel og hætta á að koma þurfi landinu til bjargar á ný.