Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus og Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups afhentu Eiríki Jónssyni yfirlækni á Landspítalanum 25 milljóna króna framlag til kaupa á svokölluðum aðgerðarþjarka eða róbót í tilefni af ársuppgjöri Haga í dag. Eins og fram kom á VB.is í dag nam hagnaður ársins á síðasta reikningsári 4 milljörðum króna.

Í tilkynningu frá Högum segir að róbótinn nýtist til margvíslegra skurðaðgerða á grindarholslíffærum kvenna og við þvagfæraskurðlækningar.  Með notkun aðgerðarþjarka er inngrip minna og bati skjótari auk þess sem hægt er að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi.