Arion banki lauk í dag útboði sértryggðra skuldabréfa en samþykkt tilboð námu samtals 3.580 milljónum króna. Útboðið fór fram í þremur markflokkum, einum verðtryggðum og tveimur óverðtryggðum.

Í verðtryggða flokknum, ARION CBI 25, námu samþykkt tilboð 3.160 milljónum króna 2,60% ávöxtunarkröfu. Í óverðtryggðu flokkunum námu samþykkt tilboð annars vegar 220 milljónum króna í flokkinn ARION CB 22 á ávöxtunarkröfunni 5,42%. Hins vegar 200 milljón krónum í flokkinn ARION CB 19 á ávöxtunarkröfunni 5,08%.

Heildareftirspurn í útboðinu var 4.880 milljónir og fjöldi tilboða var 27. Í heildina hefur Arion gefið út sértryggð skuldabréf fyrir 91.920 milljón króna en þar af hafa verið gefin út bréf fyrir 29.920 milljónir króna í ár.