Arion banki hf. hefur lokið útboði á víxlum til tólf, sex og fimm mánaða.  Í heild bárust 31 tilboð upp á 6.660 milljónir króna og var tilboðum tekið fyrir 5.200 milljónir króna að því er segir í fréttatilkynningu frá bankanum.

Var öllum tilboðum í 12 mánaða víxlana hafnað, að fjárhæð 600 milljóna, en samþykkt voru 660 milljónir í 5 mánaða víxlana en rúmlega 4,5 milljarða í 6 mánaða víxlana.

  • Í heild bárust 7 tilboð í 5 mánaða víxilinn að fjárhæð 1.000 milljónir krónur, á flötum vöxtum á bilinu 4,25% - 4,35%.  Samþykkt voru tilboð að nafnverði 660 milljónir á 4,34% flötum vöxtum.
  • Í heild bárust 19 tilboð í 6 mánaða víxilinn að fjárhæð 5.060 milljónir króna, á flötum vöxtum á bilinu 4,20% - 4,40%.  Samþykkt voru tilboð að nafnverði 4.540 milljónir á 4,34% flötum vöxtum.
  • Í heild bárust 5 tilboð í 12 mánaða víxilinn að fjárhæð 600 milljónir króna, á flötum vöxtum á bilinu 4,49% - 4,60%. Öllum tilboðum var hafnað að þessu sinni.

Stefnt er að því að víxlarnir verði teknir til viðskipta á Nasdaq Íslandi 20 febrúar.