Gagarín er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á gagnvirkum lausnum og stafrænu efni fyrir söfn og sýningar. Gagarín hlaut bæði gull- og silfurverðlaun í flokki stafrænnar hönnunar í samkeppni á vegum European Design Awards fyrir gagnvirk sýningaratriði sem fyrirtækið hefur unnið að í Noregi og Kanada.

European Design Awards er samstarfsverkefni fimmtán evrópskra hönnunartímarita, sem öll eru leiðandi á sínu sviði og dómnefndina skipa fulltrúar þeirra. Gagarín hlaut gullverðlaun fyrir Oil&Gas en þar hannaði og þróaði Gagarín fjögur gagnvirk sýningaratriði fyrir Vísinda- og tæknisafnið í Ósló í samvinnu við fyrirtækið CoDesign. Sýningin tvinnar saman sögur sem tengjast olíuiðnaðinum, allt frá uppruna olíu og gass fyrir miljónum ára til dagsins í dag