Nota á gagnarunn með nöfnum einstaklinga og fyrirtækja sem stofnað hafa leynilega bankareikninga í skattaskjólum. Þetta segir Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, í samtali við fréttastofu RÚV .

Gagnagrunnurinn var opnaður almenningi í gær og þar er hægt að finna upplýsingar um bankareikninga í Hong Kong, Bresku jómfrúareyjunum og Keyman eyjum.

Sífellt erfiðara er að koma peningum í skattaskjól að sögn Bryndísar. „Já ég held nú að þetta sé einn liður í þeirri þróun sem að hefur orðið undanfarin misseri og ár.Þetta sýnir enn frekar að þetta er orðið þrengra um þetta allt saman og svona fleiri leiðir sem opnast til þess að afla upplýsinga.“