Söfnun gagna og sjónarmiða er langt komin í rannsókn Sam­keppniseftirlitsins á fyrirtækjaráðgjöf fjármálafyrirtækja. Samkvæmt heimildum Við­skiptablaðsins er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að frekari sjónarmiðum og gögnum verði aflað í rannsókninni, en enn er gert ráð fyrir að henni ljúki fyrir áramót. Hins vegar liggur ekki fyrir hver niðurstað­an verður eða hver við­brögð eftirlitsins verða, ef nokkur.

Í Viðskiptablaðinu í síðustu viku var greint frá rannsókninni, en hún snýr m.a. að því að rannsaka hvort ítök bankanna í skuldugum fyrirtækjum ráði því hvort fyrirtækjaráðgjöf viðkomandi banka fái verkefni frá fyrirtækjunum.