Gagnaver Thor Data Center í Hafnarfirði hefur verið stækkað. Gagnaverið var tekið í noktun síðastliðið vor og barst ný gámaeining til landsins í gær. Henni hefur verið komið fyrir í húsnæði Thors við Steinhellu í Hafnarfirði.

Í fréttatilkynningu segir að gámaeiningin margfaldi afkastagetu gagnaversins.

Vinna hafin við nýjan hýsingarbúnað

Vinna er hafin við uppsetningu nýs hýsingarbúnaðar í sérsmíðuðum vélarsal sem mun tengjast gámnun. Að þeim áfanga loknum mun hýsingargeta Thors margfaldast og verður tilbúið til að sinna hýsingarþörfum stórra fyrirtækja, að því er segir í tilkynningu.

Fyrsti erlendi viðskiptavinur gagnaversins, norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software, flutti umtalsverðan hluta af gagnavinnslu sinni hingað til lands í maí síðastliðnum.

Thor Data Center hefur tryggt sér kaup á 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef umsvifin aukast