Gagnaverið Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ var í vikunni valið eitt af 100 bestu sjálfbærnilausnum til framtíðar á umhverfisráðstefnunni Sustania Ríó +20 sem nú fer fram í Rio de Janeiro í Brasilíu.

Efst á baugi á ráðstefnunni var græna hagkerfið, sjálfbær þróun og útrýming fátæktar. Ráðstefnan hófst á miðvikudag og lauk henni í gær. Sendinefnd fór héðan ásamt Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra.

Hana sátu jafnframt fjöldi fyrirmanna víða um heim. Þar á meðal voru Gro Harlem Brundland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, fjölmiðlamógúllinn Ted Turner, ofurhuginn og athafnamaðurinn sir Richard Branson og kvikmyndastjarnan, stjórnmálamaðurinn og líkamsræktargoðið Arnold Swhwarzenegger, sem var heiðurgestur.

Haft er eftir Jeff Monroe, forstjóra Verne Global, að sér þykir mikill heiður felast í viðurkenningunni.