Ísland er að tapa samkeppnisforskoti sínu í gagnaversiðnaði, samkvæmt nýrri skýrslu KPMG um íslenska gagnaversiðnaðinn sem unnin var fyrir Samtök gagnavera, DCI, í samvinnu við Landsvirkjun, Íslandsstofu og fleiri hagsmunaaðila innan gagnaversiðnaðarins.

Þá segir einnig í skýrslunni að vísbendingar séu um að aukin eftirspurn eftir þjónustu gagnavera á Íslandi sé vegna mikilla verðhækkana á rafmyntun. Óvíst sé hvort þær hækkanir séu sjálfbærar og margir hagfræðingar hafi sagt markaðinn einkannast af spákaupmennsku. Þannig sé töluverð óvissa um framtíðarhorfur í greininni. Þó geti rafmyntagröftur veitt tækifæri til þess að laða að annars konar þjónustu.

Ennfremur segir að Ísland hafi enn tækifæri í gagnaverðsiðnaði en án afgerandi aðgerða að gætu þau runnið úr Íslendingum úr greipum.

Í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að hér á landi skorti stjórnvöld framtíðarsýn um gagnaversiðnaðinn og ef ekkert verði ekkert að gert muni Ísland dragast aftur úr í samkeppni ríkja og missa af tækifærum á þessu sviði. Lagt er til að stjórnvöld móti skýra stefnu og að ráðist verði í margvíslegar aðgerðir til að efla umhverfi þessa mikilvæga iðnaðar, sambærilegt því sem best gerist í samkeppnislöndum Íslands á þessu sviði. Þannig verði byggður upp iðnaður tengdur fjórðu iðnbyltingunni sem skapi verðmæti, auki fjölbreytni í útflutningi og styðji þannig við uppbyggingu alþjóðageirans, fjórðu stoðar hagkerfisins, sem byggir á hugviti.