Thor Data Center verður tekið í notkun við Steinhellu í Hafnarfirði í hádeginu á föstudag. Þá munu Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra klippa á sveran gagnakapal með sérstökum vírklippum. Einnig verður við þetta tilefni skrifað undir samning við heimsþekkt fyrirtæki í tölvugeiranum um flutning á öllum gögnum þeirra hingað til lands.

Gagnaverið Thor er fyrsta gagnaverið af þessum toga sem tekið er í notkun á Íslandi og verður það byggt upp í gámaeiningum. Á einn gagnaversgámur að geti skilað 1,5 milljarði króna í gjaldeyristekjur árlega. Hefur gagnaverið tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og allt að 19,2 megawött ef þörf verður á.