Apple tilkynnti fyrir stuttu að fyrirtækið hygðist opna gagnaver í Danmörku og á Írlandi. Ekki hefur komið fram hvað gagnaverið í Danmörku eitt og sér mun kosta, en gagnaverin munu samtals kosta um 1,7 milljarða dala, eða um 230 milljarða íslenskra króna. Danska gagnaverið verður 166.000 fermetrar að stærð og verður reist á Jótlandi

Áhugavert er að hönnun gagnavers Apple í Danmörku gerir ráð fyrir því að sá hiti sem skapast við orkunotkun tölvustæðanna í gagnaverinu verði fluttur til borgarinnar Viborg í formi volgs vatns og er ætlunin að nota það til húshitunar í borginni.

Volga vatnið verður hitað upp í æskilegan hita, annaðhvort með rafmagnsofnum, eða ofnum sem nota lífeldsneyti, og er gert ráð fyrir því að þetta geti sparað borginni töluvert fé í orkukaupum. Taka ber hins vegar fram að þessar áætlanir eru enn á þróunarstigi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .